Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Um batastefnuna

Batastefnan varð til hægt og rólega og hafði það að markmiði að hjálpa endurhæfingarúrræðum að verða batamiðaðri í eðli sínu. Breytingin var að innlima þá hugmyndafræði endurhæfingarúrræða að hægt væri að ná bata.

Bati væri því ekki lengur undantekningin heldur alltaf aðalmarkmiðið

Í framhaldi af þessu hefur hugmyndafræði batastefnunnar verið tekin inn í stefnu geðheilbrigðismála í mörgum enskumælandi löndum, t.d. Ástralíu, Kanada, Írlandi, Ísrael, Skotlandi, Bretlandi, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum.

Vakning varð í samfélaginu á því að fólk með geðklofasjúkdóm gætu náð sér af mörgum einkennum sínum og lifað merkingarfyllra lífi.

Markmið með batamiðaðri þjónustu

Markmiðið með batamiðaðri þjónustu er að efla samstarfið á milli þjónustuþega og starfsfólks. Allir eru að vinna að sameiginlegu markmiði og færist fólk úr þeim hlutverkum að vera sérfræðingur eða sjúklingur í hlutverk sem einkennast af því að taka höndum saman.

Markmiðið er að styrkja þjónustuþega í að verða félagslega virkir og taka að sér þýðingarmikil félagsleg hlutverk innan samfélagsins frekar en að vera ávallt á aðskildum stofnunum.

Dæmi

  • Eitt af þeim einkennum sem er hvað mest afgerandi hjá einstaklingum sem eru að glíma við geðröskun er félagsleg einangrun og félagslegt óöryggi.

  • Eitt af markmiðum batamiðaðrar þjónustu getur því verið að styðja þjónustuþegann í átt að virkni sem og að styðja hann við að byggja sér upp tengslanet sem hann hefur vanrækt vegna veikinda sinna.

Þjónustan felur í sér

Batamiðuð þjónusta felur í sér að:

  • styðja þjónustuþega til að draga úr geðrænum einkennum

  • auka lífgæði þeirra með áherslu á að þjónustuþeginn sjálfur sé sérfræðingur í eigin lífi

Starfsfólkið er til staðar til að:

  • Leiðbeina og styðja þjónustuþega til að ná þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér. Aðal útgangspunkturinn er þjónustuþeginn sjálfur en ekki sjúkdómafræði, veikindi, einkenni eða almenn heilsa hans.

  • Styðja þjónustuþega í þá átt að þeir hafi stjórn á eigin lífi og finni þær leiðir sem henta þeim í leið sinni að bata.

  • Styðja við þjónustuþega í að finna von, sköpunargáfu, samúð, raunsæi og seiglu til að geta tekist á við það sem á eftir kemur.

Þegar unnið er í átt að batanum er leitast við að ýta undir von þjónustuþega. Mikilvægt er að hafa í huga að engin ein leið er að bata heldur getur ferlið verið mismunandi á milli þjónustuþega.

Hlutverk fjölskyldumeðlima

Þá er mikilvægt að tengja fjölskyldumeðlimi og aðra aðstandendur í endurhæfinguna til að þjónustuþeginn fái allan þann stuðning sem þörf er á, óski hann eftir því.

Nánari upplýsingar um batamiðaða þjónustu fyrir heilbrigðisstarfsfólk.