Batamiðstöð
Þjónusta endurhæfingar geðsviðs á Kleppi
Batamiðstöðin er úrræði þar sem notendum geðþjónustu Landspítala er boðið upp á úrval athafna og leiða til að auka almenna vellíðan og lífsgæði. Líta má á Batamiðstöð sem brú út í samfélagið.
Batamiðstöðin býður upp á fjölbreytta dagskrá alla virka daga
Í batamiðstöð verður boðið upp á úrval ólíkra leiða þar sem notendur geta tekið þátt í þeim athöfnum og hreyfingu sem þeim þykir ánægjuleg. Veitt verður einstaklingsmiðuð nálgun með aðgengi notenda að fagmenntuðu starfsfólki sem veita mun þann stuðning sem mikilvægur er á leið fólks til bættrar heilsu.
Batamiðstöðin mun einnig þjóna hlutverki einskonar samfélagskjarna á Kleppi og standa fyrir ýmsum viðburðum og samkomum sem stuðlað geta að aukinni vellíðan.
Dæmi um dagskrá:
listtengdar tómstundir
bakstur
spilastundir
slökun
Staðsetning
Batamiðstöðin þjónar notendum allra deilda í endurhæfingu geðsviðs á Kleppi. Hún er staðsett á jarðhæð Klepps.
Þar er starfssemi alla virka daga milli 10 og 12 og 13 og 15.
Hafa samband
Sími: 825 3559
Netfang: annav@landspitali.is
