Barnaspítali Hringsins
Þjónusta
Barnaspítali Hringsins veitir sérhæfða og fjölskyldumiðaða heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri
Veitt er fjölbreytt þverfagleg þjónusta sem krefst sérþekkingar og samvinnu fagfólks. Þjónustan beinist að líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum barnanna með farsæld fjölskyldunnar að leiðarljósi.
Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á barn rétt á að dvelja með öðrum börnum og hafa foreldra eða nána aðstandendur hjá sér á sjúkrahúsi. Koma skal fram við barn af virðingu og vernda friðhelgi þess.
Á Barnaspítala Hringsins er lögð áhersla á að:
virða réttindi barna og sjúklinga, vinna eftir lögum um farsæld barna og tryggja börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi þjónustu á réttum tíma.
veita þjónustu sem beinist að líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum barna með farsæld fjölskyldunnar að leiðarljósi.
greina þarfir og auka vellíðan skjólstæðings með gildi Landspítala um umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun að leiðarljósi.
Mikilvægt er að börn og aðstandendur gæti þagmælsku um aðra sjúklinga.
Biðlistar og innkallanir
Unnið er eftir viðmiðum um bið eftir heilbrigðisþjónustu og hringt er í foreldra þegar búið er að skipuleggja rannsókn eða aðgerð sem fyrirhugað er að barnið fari í.
Leikstofa
Á leikstofunni starfa leikskólakennarar.
Staðsetning: 1. hæð Barnaspítala Hringsins
Sími: 543 5027
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga frá kl 9 til 15:30
Föstudaga frá 9 til 12
Grunnskóli
Skólinn er fyrir öll börn á grunnskólaaldri sem dvelja á Barnaspítala Hringsins og geta ekki sótt heimaskóla sinn vegna langvarandi veikinda. Framhaldsskólanemendur sem dvelja á barnaspítalanum eru einnig velkomnir í skólann.
Staðsetning: 1. hæð Barnaspítala Hringsins
Sími: 543 5051
Opnunartími
Mánudaga til fimmtudaga frá kl 9 til 15
Föstudaga frá 9 til 12
Félagsráðgjöf
Félagsráðgjafar á Barnaspítala Hringsins styðja börn og fjölskyldur þeirra við að takast á við þær fjölþættu sálfélagslegu aðstæður sem upp geta komið í tengslum við langvinn og erfið veikindi barns.
Íbúðir fyrir aðstandendur
Foreldrar og aðstandendur utan af landi geta leigt íbúð á meðan barn þeirra er á Barnaspítala Hringsins. Íbúðirnar eru reknar af Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og Barnaspítala Hringsins. Fyrirspurnir: mottakabh@landspitali.is
Sálgæsla prests
Staðsetning: Deild 22EG, Barnaspítali Hringsins
Tími: Virka daga frá 8 til 16
Sími: 543 1000
Prestur býður viðtöl, fjölskyldufundi og eftirfylgd – óháð lífsskoðunum. Kapellan er opin aðstandendum til kyrrðarstunda utan viðtala og athafna. Meira um sálgæslu presta og djákna á Landspítala.
