Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
30. júní 2023
Ársskýrsla embættis landlæknis fyrir árið 2022 hefur verið gefin út.
27. júní 2023
Embætti landlæknis hefur í samstarfi við fleiri aðila gefið út upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og annarra samtaka sem vinna með börnum til þess að minna á sameiginlega ábyrgð á því að koma í veg fyrir ofbeldi og bregðast við ofbeldi.
20. júní 2023
Nýjar Norrænar næringarráðleggingar 2023 (NNR6) voru kynntar á Íslandi í dag. Þetta er umfangsmesta uppfærsla á ráðleggingunum til þessa frá því að þær komu fyrst út fyrir 40 árum. Þessar nýju Norrænu næringarráðleggingar mynda vísindalegan grundvöll næringarviðmiða og ráðlegginga um mataræði á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Ráðleggingarnar taka nú í fyrsta sinn mið af umhverfisþáttum auk áhrifa á heilsu.
16. júní 2023
Í Farsóttafréttum að þessu sinni er fjallað um aukningu á notkun sýklalyfja hérlendis, MPX veirusýkingu (apabólu), aukningu á greiningum lekanda og stöðu bólusetninga á Íslandi.
14. júní 2023
Breyting hefur verið gerð á nafni sjúkdómsins apabólu og heitir sjúkdómurinn nú MPX veirusýking en veiran MPX veira. Þetta er gert í samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).
13. júní 2023
Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar hefur verið gefið út.
12. júní 2023
Ópíóðar eru mikilvæg lyf fyrir þá sjúklinga sem þá þurfa, en um leið eru þeir sérstaklega vandmeðfarin lyf. Ópóíðar falla í flokk ávana- og fíknilyfja og notkun þeirra getur leitt til ávanabindingar og líkamlegrar fíknar. Stórir skammtar geta valdið öndunarstoppi og dauða.
7. júní 2023
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu.
1. júní 2023
Áfram eru tafir á afgreiðslu mála hjá embætti landlæknis.
31. maí 2023
Árlegur alþjóðlegur baráttudagur gegn tóbaksnotkun er í ár helgaður tóbaksræktun sem ógn við heilsu og fæðuöryggi