Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Ársskýrsla 2022 er komin út

30. júní 2023

Ársskýrsla embættis landlæknis fyrir árið 2022 hefur verið gefin út.

Ársskýrsla embættis landlæknis 2022

Ársskýrsla embættis landlæknis fyrir árið 2022 hefur verið gefin út. Í henni er að finna upplýsingar um umfangsmikla starfsemi embættisins á síðasta ári, farið er yfir helstu verkefni og þá áfanga sem náðust.

Alma D. Möller landlæknir ritar aðfararorð en þar kemur meðal annars fram að leita þurfi allra leiða til að nýta heilbrigðiskerfið með sem skynsamlegustum hætti þannig að bjargir, hvort heldur fjármunir, mannauður eða húsnæði, skili sér í sem bestri heilsu. Huga þurfi að skipulagi og samþættingu þjónustu, nýsköpun, fjarþjónustu og bestun verkferla en þó sérstaklega að gæðum og öryggi þjónustunnar. Í aðfararorðum bendir landlæknir enn fremur á að fyrst og síðast þurfi að huga að mannauðnum, að mönnum sé í takti við umfang og eðli verkefna. Fjölga þurfi nemum í heilbrigðisstéttum en einnig að huga að því að heilbrigðisstarfsfólk sé ánægt í starfi. Þar skipta máli heilsusamlegt starfsumhverfi, bætt vinnuskipulag, hæfilegt álag, góðar aðstæður og kjör.

Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, vef- og útgáfustjóri
hildur.b.sigbjornsdottir@landlaeknir.is