Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Opið fyrir umsagnir um nýtt stuðningskerfi landgræðslu og skógræktar

28. október 2025

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um hvata- og stuðningsverkefni í landgræðslu og skógrækt. Frestur til að senda umsögn í samráðsgátt er til sjötta nóvember.

Markmiðið með reglugerðinni er að hvetja fólk, sveitarfélög, samtök og atvinnulífið til verkefna sem stuðla að því að vernda og byggja upp vistkerfi landsins. Sömuleiðis eru þar sameinuð í einu kerfi þau verkefni sem unnið hefur verið að og eru nú í umsjón Lands og skógar. Þetta á að gera regluverkið skýrara, einfalda umsýslu og auka gagnsæi.

Með reglugerðinni eru kynntar til sögunnar nýjar gerðir verkefna sem notið geta stuðnings svo sem vernd kolefnisríkra vistkerfa, gerð heildstæðra landnýtingaráætlana fyrir jarðir, vatnasvið eða landslagsheildir, samfélagsverkefni, fræðslu- og vöktunarverkefni

Í frétt á vef ráðuneytisins er haft eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að þátttaka almennings, félagasamtaka, hagaðila og stofnana í endurheimtarverkefnum og skógrækt séu „lykilatriði í að ná þeim markmiðum sem stefnt er að sviði loftslagsmála og eflingu líffræðilegrar fjölbreytni“.

Gert er ráð fyrir að Land og skógur auglýsi árlega eftir umsóknum um stuðning, sjái um samningsgerð, hafi eftirlit með verkefnum og meti árangur þeirra í samræmi við lög um landgræðslu og lög um skóga og skógrækt.

Setning reglugerðarinnar er í samræmi við aðgerðaráætlun Lands og lífs, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og í samræmi við drög að stefnu um líffræðilega fjölbreytni og löggjöf um landgræðslu, skóga og skógrækt.

Skilafrestur umsagna

Frestur til að senda umsögn í samráðsgátt er til 6. nóvember.