Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.10.–6.11.2025

2

Í vinnslu

  • 7.11.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-204/2025

Birt: 16.10.2025

Fjöldi umsagna: 9

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að reglugerð um hvata- og stuðningsverkefni í landgræðslu og skógrækt

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um hvata- og stuðningsverkefni í landgræðslu og skógrækt.

Nánari upplýsingar

Reglugerðin er sett á grundvelli 8. og 19. gr. laga um landgræðslu nr. 155/2018 og 7. gr. og IV. kafla laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019. Markmið reglugerðarinnar er að hvetja til og styrkja verkefni og framkvæmdir einstaklinga, sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og annarra sem vinna að vernd og endurheimt vistkerfa, landgræðslu og skógrækt.

Með setningu reglugerðarinnar er verið að samræma og sameina stuðningskerfi í landgræðslu og skógrækt. Þannig er komið á heildstæðum ramma fyrir úthlutun styrkja sem stuðlað geti að einfaldari stjórnsýslu, skýrari reglum og auknu gagnsæi.

Í reglugerðardrögum er meðal annars að finna upptalningu styrkhæfra verkefna sem mörg hver hafa hlotið stuðning ríkisins til margra ára, eins og varnir gegn landbroti, landgræðslu, skógrækt, endurheimt vistkerfa og skjólbelti til að bæta skilyrði til landbúnaðar. Þau nýmæli eru að bæst hafa við þrír verkefnaflokkar sem eru i) verndun kolefnisríkra vistkerfa, ii) gerð heildstæðra landnýtingaráætlana og iii) fræðsla, vöktun og samfélagsverkefni.

Land og skógur annast framkvæmd reglugerðarinnar samkvæmt drögunum.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (22)

Umsjónaraðili

Skrifstofa loftslags og náttúru

urn@urn.is