Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Landbótasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

13. janúar 2025

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Landbótasjóð Lands og skógar. Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar.

Landbótasjóðssvæði fyrir og eftir aðgerðir. Ljósmynd: Landbótasjóður

Styrkir Landbótasjóðs eru veittir félagasamtökum, bændum, sveitarfélögum og öðrum sem yfir landi ráða til verndar og endurheimtar gróðurs og jarðvegs. Áratugurinn 2021 til 2030 er tileinkaður endurheimt vistkerfa og eru umráðahafar lands eindregið hvattir til þátttöku. Land og skógur veitir ráðgjöf um framkvæmd þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir og hefur eftirlit með framvindu þeirra og árangri.

Nánar um Landbótasjóð umsókn um styrk