Land og skógur auglýsir sumarstörf
27. janúar 2025
Land og skógur auglýsir eftir aðstoðarfólki við rannsóknir á komandi sumri. Störfin felast í í vistfræðirannsóknum svo sem vettvangsvinnu tengdri vöktun á ástandi lands og rannsóknum á þurrlendi, votlendi og skóglendi sem nýtast í loftlagsbókhaldi Íslands. Einnig er auglýst eftir sumarstarfsólki í girðingavinnu á Norðausturlandi.


Aðstoðarfólk við rannsóknir
Störfum aðstoðarfólks við rannsóknir fylgja talsverð ferðalög víða um land þar sem fjarvera frá starfstöð getur verið löng og samfelld. Gert er ráð fyrir mikilli útivinnu og löngum vinnudögum. Leitað er að stundvísu og ábyrgu fólki með góða þjónustulund eru skilyrði. Umsækjendur þurfa að hafa lokið að minnsta kosti fyrsta ári í háskólanámi á sviði náttúruvísinda eða skyldra greina.
Reynsla af útivist er kostur, sem og bakgrunnur í plöntugreiningu, jarðvegsfræði, skógfræði og reynsla af vinnu á rannsóknarstofu. Æskilegt er að umsækjendur hafi bílpróf og kostur ef viðkomandi hefur reynslu af akstri breyttra bíla við erfiðar aðstæður á torfærum slóðum.
Umsóknarfrestur er til 5. febrúar
Sótt er um störfin á Starfatorgi og þar fást nánari upplýsingar: https://island.is/starfatorg/x-40471
Sumarstarf við girðingar á Norðausturlandi
Einnig er auglýst hjá Landi og skógi sumarstarf við girðingarvinnu á Norðausturlandi ásamt aðstoð við önnur tilfallandi verkefni. Vinnan felst fyrst og fremst í viðhaldi og endurnýjun girðinga en af öðrum vekrefnum má nefna útkeyrslu á fræi, gróðursetningu og fleira.
Leitað er að sveigjanlegri og sjálfstæðri manneskju með góða skipulags- og samstarshæfni og gott vald á íslensku í ræðu og riti. Viðkomandi þarf að hafa gild ökuréttindi á beinskiptan bíl og kerrupróf er kostur. Sömuleiðis er þekking og reynsla af girðingavinnu kostur og umsækjandi þarf að verða orðinn 18 ára.
Umsóknarfrestur er til 24. febrúar
Sótt er um starfið á Starfatorgi og þar fást nánari upplýsingar: https://island.is/starfatorg/x-40246