Velferðartækni í Heimahjúkrun á Akureyri
10. mars 2022
HSN festi kaup á skolsetunum og hafa 18 setur verið settar upp hjá skjólstæðingum heimahjúkrunar sem þurftu aðstoð einu sinni til tvisvar á dag.
Á undanförnum mánuðum hefur nýju verkefni í velferðartækni verið hrundið af stað hjá Heimahjúkrun á Akureyri.
Um er að ræða skolsetur á salerni fyrir skjólstæðinga heimahjúkrunar en rannsóknir frá Danmörku hafa sýnt að þjónustuaðilar geta sparað að lágmarki 51,8 mínútu á hvern skjólstæðing á viku með notkun skolsetanna og jafnframt voru færri tilfelli af þvagfærasýkingum og húðvandamálum hjá notendum. Notkun á skolsetum veitir skjólstæðingum einnig tækifæri á að vera meira sjálfbjarga og stuðlar að bættum lífsgæðum.
HSN festi kaup á skolsetunum og hafa 18 setur verið settar upp hjá skjólstæðingum heimahjúkrunar sem þurftu aðstoð einu sinni til tvisvar á dag.
Nú á dögunum kynnti Hannes Þór Sigurðsson frá Hjúka ehf. seturnar fyrir starfsfólki heimahjúkrunar. Stefnt er að því að innleiða lausnina á öllum starfsstöðvum HSN.
Myndin er frá kynningunni.