Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Unnið að stefnumótun HSN fyrir árin 2025-2028

20. mars 2024

Þessar vikurnar vinnur starfsfólk HSN að stefnumótun stofnunarinnar til næstu ára.

StefnumotunHSN

Þessar vikurnar vinnur starfsfólk HSN að stefnumótun stofnunarinnar til næstu ára. Fulltrúar úr framkvæmdastjórn ásamt ráðgjafa hafa farið á milli starfsstöðva og haldið fundi með starfsfólki þannig að fjölbreytt sjónarmið komist til skila inn í stefnumótunarvinnuna. Fundir hafa verið haldnir á Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Dalvík og Húsavík. Næstu vikurnar verða haldnir fundir á Akureyri og í Norður Þingeyjarsýslu.

Á fundunum hafa skapast líflegar umræður og komið fram margar góðar hugmyndir meðal annars um hvernig bæta má þjónustuna við íbúana, starfsaðstæður og starfsánægju. Út frá þessari vinnu verður sett fram ný stefna sem tekur gildi fyrir árin 2025-2028.

Það er vel við hæfi að hefja næsta áratug HSN á nýrri stefnu en HSN fagnar 10 ára afmæli í október.

Hér eru nokkrar myndir frá fundunum.

Blonduos1203
Saudarkrokur1303
Saudarkrokur1303A
Fjallabyggd1803
Dalvik1803
Husavik1903A
Husavik1903