Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Til hamingju með daginn ljósmæður!

5. maí 2024

Í dag, 5. maí er Alþjóðlegur dagur ljósmæðra og er starfi þeirra fagnað víða um heim.

HSN-Placeholder-3

Hjá HSN starfa 12 ljósmæður, frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri. Störf ljósmæðra krefjast mikillar sérþekkingar og ábyrgðar og sinna þær m.a. meðgönguvernd, ungbarnavernd og fleiri verkefnum. Við óskum ljósmæðrum hjá HSN og á landinu öllu innilega til hamingju með daginn – takk fyrir ykkar magnaða og mikilvæga starf.

Þess má geta að Ljósmæðrafélag Íslands hélt nýverið ráðstefnu á Akureyri þar sem saman komu ljósmæður af landinu öllu, en nánar má lesa um ráðstefnuna í frétt á akureyri.net.

Svo er ekki úr vegi að nefna að orðið “ljósmóðir” var kosið fegursta orð íslenskrar tungu árið 2013. Þó það væri hvert ár.

Kynningarmyndband um meðgöngu- og ungbarnavernd og upplýsingar um starfsemi á HSN.