Fara beint í efnið

Til hamingju með daginn hjúkrunarfræðingar og ljósmæður!

12. maí 2023

Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga er 12. maí og alþjóðlegur dagur ljósmæðra 5. maí. Við sendum þeim hamingjuóskir og þökkum fyrir þeirra mikilvægu störf.

Hjukrunarfraedingar2023

Hjá HSN starfa 130 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. Störf þeirra krefjast mikillar sérþekkingar og ábyrgðar, en þau má telja meðal annars á hjúkrunar- og sjúkradeildum, í hjúkrunarmóttöku, meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd, við heilsuvernd grunnskólabarna, heimahjúkrun og á speglunardeildum.

Við sendum hamingjuóskir til allra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og þökkum fyrir þeirra mikilvægu störf.