Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Til hamingju með daginn, hjúkrunarfræðingar!

12. maí 2024

Á hverju ári þann 12. maí á fæðingardegi Florence Nightingale fögnum við Alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga.

HSN Hjúkrunarfræðingar 2024

Í ár beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO ljósinu að mikilvægi hjúkrunar í öllum samfélögum og hvernig aukin fjárfesting í faginu getur falið í sér umtalsverðan efnahagslegan og samfélagslegan ávinning.

Þannig er þema ársins í ár hjá Alþjóðasamtökum hjúkrunarfræðinga (ICN) „Our Nurses. Our Future. The Economic Power of Care.“ sem gæti útlagst sem „Hjúkrunarfræðingar til framtíðar. Efnahagslegt og samfélagslegt mikilvægi hjúkrunar“.

Við erum gífurlega stolt af þeim 130 hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá HSN, sem bera faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu og sinna fjölbreyttum störfum meðal annars á hjúkrunar-, sjúkra- og dvalardeildum, í hjúkrunarmóttöku, í ung- og smábarnavernd, við heilsuvernd grunnskólabarna, heimahjúkrun og á speglunardeildum.

Hjartanlega til hamingju með daginn, hjúkrunarfræðingar – við erum mjög þakklát fyrir ykkar frábæra og mikilvæga starf.