Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Þrjár fastráðningar sérfræðinga í heimilislækningum hjá HSN

6. janúar 2025

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að gengið hefur verið frá fastráðningu á þremur sérfræðingum í heimilislækningum hjá HSN.

Heimilislaeknar

Öll eru þau HSN vel kunnug en það eru Valur Helgi Kristinsson sérfræðingur í heimilislækningum, Hrafnhildur Gréta Björnsdóttir og Ádám Ferenc Gulyás en bæði Hrafnhildur og Ádám luku sérnámi í heimilislækningum fyrr í haust. Valur og Hrafnhildur starfa á heilsugæslunni á Akureyri og Ádám á heilsugæslunni á Húsavík.

Við bjóðum þau Val Helga, Hrafnhildi Grétu og Ádám hjartanlega velkomin til starfa.