Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Sérfræðingar hjá HSN heiðraðir á Heimilislæknaþingi

23. október 2024

Félag íslenskra heimilislækna heldur Heimilislæknaþing í október annað hvert ár, þar sem læknar hittast til að fræðast um nýjustu strauma og stefnur og styrkja bönd.

mynd sérfræðingar í heimilislækninum

Á myndinni eru frá vinstri: Margrét Ólafía Tómasdóttir yfirkennslustjóri sérnáms á landinu og formaður Félags íslenskra heimilislækna, Ádam Ferenc, Hafdís Alma Einarsdóttir og Áslaug Baldvinsdóttir sérfræðingar í heimilislækningum og Elínborg Bárðardóttir fyrrverandi kennslustjóri sérnáms.

Á þinginu sem haldið var nú fyrir helgi voru sex sérfræðingar sem eru í starfi hjá HSN heiðraðir, en þau hafa öll lokið sérnámi í heimilislækningum frá síðasta þingi. Við fögnum þeim Ádam Ferenc, Áslaugu Baldvinsdóttur, Hafdísi Ölmu Einarsdóttur, Heru Birgisdóttur, Hugrúnu Hauksdóttur og Hrafnhildi Grétu Björnsdóttur sem starfa hjá HSN á Sauðarkróki, á Húsavík, Heilsugæslustöðinni á Akureyri og í sálfélagslegri þjónustu. Við óskum þessu öfluga fólki innilega til hamingju með þennan mikilvæga áfanga - framtíðin er sannarlega björt!

Á þinginu var Pétur Pétursson, fyrrverandi heimilislæknir jafnframt gerður að heiðursfélaga í félagi íslenskra heimilislækna en hann starfaði um árabil á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Við óskum Pétri innilega til hamingju þessa verðskulduðu heiðursviðurkenningu.