Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Opnunartímar heilsugæslustöðva HSN yfir jól og áramót

23. desember 2024

Upplýsingar um opnunartíma á heilsugæslustöðvum HSN yfir jól og áramót.

Jólamynd

Opið er til kl. 12 dagana 24. og 31. desember nema hjá HSN á Akureyri er bráðaþjónusta frá 10-14 þessa daga. Hefðbundin opnun er á öllum starfsstöðvum 27. og 30. desember. Sjá starfsstöðvar

Hjá HSN Akureyri er opið fyrir bráðaþjónustu dagana 24. - 26. desember og 31. desember-1. janúar. Engar lyfjaendurnýjanir eða almennar tímabókanir eru þessa daga.

Bóka þarf tíma fyrir komu í gegnum símanúmerið 1700.

Lokað er á öðrum heilsugæslustöðvum HSN frá kl. 12, 24. desember – 26. desember og frá kl. 12, 31. desember – 1. janúar.

Með ósk um gleðilega hátíð,

Starfsfólk HSN