Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Nýr yfirhjúkrunarfræðingur ráðinn hjá HSN Fjallabyggð

11. mars 2022

Gengið hefur verið frá ráðningu við Sigurð Jóhannesson sem tekur við starfi yfirhjúkrunarfræðings þann 1. maí nk.

HSN-logo

Starf yfirhjúkrunarfræðings hjá HSN Fjallabyggð var auglýst laust til umsóknar á Starfatorgi þann 9. febrúar sl. Umsóknarfrestur rann út þann 28. febrúar. Gengið hefur verið frá ráðningu við Sigurð Jóhannesson sem tekur við starfi yfirhjúkrunarfræðings þann 1. maí nk.

Sigurður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1984 og lauk prófi í kennslu- og uppeldisfræði frá sama skóla árið 1986. Hann hefur starfað hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Fjallabyggð frá árinu 1991. Sigurður hefur gegnt starfi deildarstjóra frá árinu 2014.

Sigurður býr yfir mikilli reynslu og þekkir vel til á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Við óskum honum velfarnaðar í nýju hlutverki.