Nýr sérfræðingur í fjármálum hjá HSN
28. janúar 2025
Harpa Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings í fjármálum hjá HSN, með starfsstöð á Sauðárkróki.


Harpa Sif er með BS í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc í fjármálum frá Háskólanum í Gautaborg.
Á námsárunum starfaði Harpa meðal annars hjá Advania og Samskipum. Eftir nám starfaði hún í fjármálagreiningadeild hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu XVIVO Perfusion þar sem hún meðal annars stýrði deildinni.
Við bjóðum Hörpu Sif hjartanlega velkomna í okkar góða hóp.