Fara beint í efnið

Nýr mannuðsstjóri HSN

17. apríl 2023

Gengið hefur verið frá ráðningu Hildar Aspar Gylfadóttur í starf mannauðsstjóra hjá HSN.

Hildur mynd

Hildur hefur mikla reynslu af mannauðsmálum en hún kemur til okkar frá Vinnueftirlitinu þar sem hún hefur gengt starfi sviðsstjóra fólks, upplýsinga og þróunar. Áður hefur hún starfað sem sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu, sviðsstjóri fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmála hjá Dalvíkurbyggð og sem starfsmannastjóri á fjármálasviði Reykjavíkurborgar. Rauði þráðurinn í störfum hennar hefur verið breytingastjórnun með það að markmiði að stuðla að frekari árangri, starfsánægju, vellíðan og vexti starfsfólks.

Hildur hefur lokið B.sc gráðu í viðskiptafræði, kennsluréttindum og meistaranámi í stjórnun og stefnumótum ásamt því að hafa lokið fjölda skemmri og lengri námskeiða er tengjast mannauði og stjórnun s.s. sáttamiðlun. Hildur er búsett á Akureyri með manni sínum og tveimur dætrum, spilar blak í frístundum og á sínar bestu stundir með vinum og fjölskyldu.

Við erum því ánægð að bjóða Hildi Ösp hjartanlega velkomna í okkar góða hóp en hún hefur störf 1. júní og mun hafa starfsaðstöðu á Akureyri.

Bryndís Lilja fráfarandi mannauðsstjóri mun verða hjá okkur í 50% hlutfalli í maí en samhliða því hefur hún störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Við viljum nota tækifærið og þakka Bryndísi Lilju kærlega fyrir hennar góðu störf á síðustu árum og óskum henni alls hins besta á nýjum vettvangi.