Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Nýr gæðastjóri hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

11. apríl 2025

Hilda Hólm Árnadóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Hilda

Hilda hefur B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði, diplómu í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri og stundar í dag meistaranám í stjórnun frá sama skóla.

Hilda hefur langa og farsæla reynslu úr heilbrigðisgeiranum sem spannar um tuttugu ár, lengst af sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu á Akureyri og á Landsspítalanum. Þá hefur Hilda starfað sem verkefnastjóri rafrænna sjúkraskrárkerfa, sem gæðavörður, aðstoðardeildarstjóri og deildarstjóri á skurðlækningadeild. Einnig hefur Hilda tekið að sér verkefni á vegum Embættis landlæknis ásamt kennslu við Háskólann á Akureyri.

Við bjóðum Hildu Hólm hjartanlega velkomna í okkar góða hóp.