Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Nýr deildarstjóri hjúkrunar á hjúkrunar- og dvalardeild hjá HSN á Sauðárkróki

16. janúar 2025

Guðný Hallsdóttir, hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin í starf deildarstjóra hjúkrunar- og dvalardeildar hjá HSN á Sauðárkróki.

GudnyHalls

Guðný útskrifaðist sem sjúkraliði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2007, hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri 2012 og sem markþjálfi 2023.

Guðný hefur víðtæka reynslu á sviði umönnunar og hjúkrunar og hefur meðal annars unnið á Dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði, HSN Blönduósi, HSN Sauðárkróki og á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri.

Við bjóðum Guðnýju hjartanlega velkomna í okkar framúrskarandi hóp.