Ný heilsugæslustöð í Sunnuhlíð opnuð formlega
5. mars 2024
Ný heilsugæslustöð í Sunnuhlíð á Akureyri var formlega tekin í notkun í gær, 4. mars. Sjá myndir frá opnuninni.
Ný heilsugæslustöð í Sunnuhlíð á Akureyri var formlega tekin í notkun í gær, 4. mars. Margir góðir gestir voru viðstaddir og fluttu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN ávörp. Gestum var boðið að skoða húsnæðið og var mikil ánægja með glæsilega aðstöðu.
Það er mikil bylting fyrir starfsfólk og íbúa svæðisins að fá vel útbúið húsnæði sem er sérhannað fyrir starfsemina og þar sem áhersla er lögð á heilsusamlegt vinnuumhverfi.
Hér fylgja nokkrar myndir frá opnuninni.