Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

HSN Tók þátt í Starfamessu í Háskólanum á Akureyri

14. mars 2025

Í gær var haldin Starfamessa í Háskólanum á Akureyri, þar sem fjölmörg fyrirtæki og stofnanir kynntu starfsemi sína fyrir ungmennum.

IMG 3835

Starfamessan er haldin ár hvert til að kynna fyrir ungmennum 9. og 10. bekkjar fjölbreytta atvinnustarfsemi á Eyjafjarðarsvæðinu. Fjöldi ungmenna frá skólum víðsvegar að á Norðurlandi mætti á starfamessuna.

Það voru flottir fulltrúar frá HSN sem stóðu vaktina á Starfamessunni, en það voru þau Sigríður Dagný, Ragnheiður Diljá, Auður Karen, Ingibjörg Ragna, Sigrún Elva og Valtýr Aron. Þau kynntu starfsemina og störf starfsfólks HSN. Ungmennin voru meðal annars spurð að því hvað þau ætluðu að verða þegar þau yrðu stór og var áhugavert hvað mörg þeirra höfðu áhuga á að starfa í heilbrigðisgeiranum.

HSN fékk mikla athygli og sýndu ungmennin mikinn áhuga á starfseminni og kom mörgum á óvart hversu fjölbreytt störf eru hjá HSN.

Móttaka unglinga á Akureyri vakti áhuga en hægt er að kynna sér hana hér.

IMG 3816
IMG 3820
IMG 3829