Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

HSN tók þátt í starfamessu í Háskólanum á Akureyri

7. mars 2023

Síðastliðinn föstudag var haldin Starfamessa í Háskólanum á Akureyri, þar sem 30 fyrirtæki og stofnanir kynntu starfsemi sína fyrir ungmennum.

Mynd3

Síðastliðinn föstudag, 3. mars 2023, var haldin Starfamessa í Háskólanum á Akureyri.

Starfamessan er haldin ár hvert til að kynna fyrir ungmennum 9. og 10. bekkjar fjölbreytta atvinnustarfsemi á Eyjafjarðarsvæðinu. Um 700 ungmenni mætti á starfamessuna.

Fyrir hönd HSN fóru þrír starfsmenn, Sigríður Dagný, Ásrún Ösp og Ragnheiður Diljá. Þær kynntu starfsemina og störf starfsfólks HSN.

HSN fékk mikla athygli og þau störf sem mest var spurt um voru hjúkrunarfræðingar og ljósmæður.

Móttaka unglinga á Akureyri vakti áhuga en hægt er að kynna sér hana hér.

Starfamessa6
Starfamessa5
Starfamessa7