HSN og Origo gera samning um prentlausn.
16. mars 2022
HSN og Origo hafa gert með sér samning um prentlausn HSN.
Optima var áður með þessa þjónustu en fór í gjaldþrot í lok árs 2021. Samningurinn gildir í 18 mánuði, frá og með mars 2022, með möguleika á framlengingu um 12 mánuði.
Með nýjum samningi verður farið yfir prentlausnina sem hefur þjónað vel undanfarin 3 til 5 ár. Tæki verða yfirfarin á næstu mánuðum og ástand metið, í framhaldinu verður ákvarðað með útskipti tækja. Prenturum HSN mun fækka með þessari nýju lausn og á næstu mánuðum verður metin þörf á þeim 109 prenturum sem nú tilheyra lausninni.
HSN er þátttakandi í Grænum skrefum en þar er meðal annars lögð áhersla á að draga úr pappírsnotkun, miðlæga nýtingu prentara og fækkun tækja.