HSN á Sauðárkróki fékk rausnarlega gjöf frá Kvenfélagi Sauðarkróks.
28. nóvember 2022
Á dögunum barst HSN á Sauðárkróki rausnarleg gjöf frá Kvenfélagi Sauðárkróks. Gjöfin er til minningar um Sigríði Sigtryggsdóttur, móður Hannesar Péturssonar skálds.
Fulltrúar frá kvenfélaginu afhentu formlega gjafabréf upp á sólarhrings blóðþrýstingsmæli á heilsugæsluna, CSM lífsmarkamæli á sjúkradeild og skanna sem flýtir fyrir skráningu í sjúkraskrárkerfið.
Kristrún Snjólfsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur svæðis veitti gjafabréfinu viðtöku og sagði að öll tækin ættu eftir að nýtast mjög vel í framtíðinni.
Gjafir sem þessar styðja við mikilvægt starf stofnunarinnar og er HSN afar þakklát Kvenfélagi Sauðárkróks fyrir þessa rausnarlegu gjöf.
Nánar á fréttavef Feykis: https://www.feykir.is/is/frettir/hofdingleg-gjof-a-sjukrahusid-til-minningar-um-modur-skaldsins