HSN á Húsavík fékk formlega afhent ný maga- og ristilspeglunartæki frá Styrktarfélagi HSN í Þingeyjarsýslum
26. maí 2023
Á aðalfundi Styrktarfélags HSN í Þingeyjarsýslum á dögunum voru ný maga- og ristilspeglunartæki formlega afhent HSN á Húsavík.
Tækin gera stofnuninni kleift að taka þátt í skimunarátaki fyrir maga- og ristilkrabbameini sem fyrirhugað er á landsvísu. Tækin kostuðu um 9 milljónir og nýtur félagið stuðnings félagasamtaka, einstaklinga og fyrirtækja við verkefni sín fyrir heilbrigðisstofnunina.
Tilgangur félagsins er að styðja við starfsemi starfsstöðva HSN í Þingeyjarsýslum með fjárframlögum til kaupa á ýmis konar lækningatækjum og öðrum nauðsynlegum búnaði sem bætir aðbúnað sjúklinga og aðstandenda þeirra.
Við erum afar þakklát félaginu og öllum þeim félagasamtökum sem studdu söfnunarátakið fyrir tækjunum.
Hér má sjá myndbrot, þar sem Heilsutríóið tekur lagið.