Hjartavernd Norðurlands færir HSN Akureyri rausnarlegar gjafir
3. mars 2022
Hjartavernd Norðurlands færði heilsugæslunni að gjöf hjartalínuritstæki af fullkomnustu gerð.
Fulltrúar Hjartaverndar Norðurlands komu í heimsókn á heilsugæslustöðina á Akureyri fimmtudaginn 3. mars en tilgangur heimsóknarinnar var formleg afhending gjafa.
Hjartavernd Norðurlands færði heilsugæslunni að gjöf hjartalínuritstæki af fullkomnustu gerð frá Philips TC50 á hjólastandi að verðmæti 1.931.422 kr. og blóðþrýstingsmæli frá Welch Allyn á hjólastandi að vermæti 154.900 kr.
Gjafir sem þessar styðja við mikilvægt starf heilsugæslunnar og er HSN afar þakklát Hjartavernd Norðurlands sem hefur verið dyggur stuðningsaðili til margra ára.