Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur yfir rekstur hjúkrunar- og dvalarrými í Hvammi á Húsavík

27. janúar 2023

Dvalarheimili aldraðra í Þingeyjarsýslum sf. hefur samið við Heilbrigðisráðuneytið um að Heilbrigðisstofnun Norðurlands muni taka yfir rekstur hjúkrunar og dvalarrýma félagsins í Hvammi frá og með 1. febrúar næstkomandi.

dvalarheimilid hvammur husavik

Dvalarheimili aldraðra í Þingeyjarsýslum sf. hefur samið við Heilbrigðisráðuneytið um að Heilbrigðisstofnun Norðurlands muni taka yfir rekstur hjúkrunar og dvalarrýma félagsins í Hvammi frá og með 1. febrúar næstkomandi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands og þar áður Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hafa verið með samning um stjórnun og hjúkrunarþjónustu á heimilinu frá árinu 2011.  Mikil samlegð hefur verið í þessum rekstri og fagleg þjónusta hefur verið stórbætt undafarin ár samfara aukningu í fjölda hjúkrunarrýma.

Þessi breyting er eðlilegt framhald af þessu farsæla samstarfi. HSN fagnar því að þessi þjónusta verði framvegis á einni hendi og telur að þessi breyting muni styrkja þjónustuna á svæðinu til frambúðar. Það er krefjandi verkefni að halda uppi mönnun fagfólks og mikilvægt að sameina kraftana. Stefnt er á að hjúkrunarrými á sjúkrahúsi HSN og í Hvammi muni flytjast í nýtt hjúkrunarheimili þegar það hefur risið. Öllum starfsmönnum sem hafa starfað við þessa þjónustu hjá Hvammi verður boðin áfram vinna hjá HSN.