Fara beint í efnið

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur flutt vefsíðu sína yfir á Ísland.is

26. október 2022

Heilbrigðisstofnun Norðurland hefur flutt vefsvæði sitt á Ísland.is. Með þessum breytingum munu íbúar Norðurlands öðlast betra aðgengi að þjónustunni og öllum nauðsynlegum upplýsingum.

Starfsstöðvar HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur unnið að því að bæta þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Færsla vefsins var unnin í samstarfi við Stafrænt Ísland sem hefur það hlutverk að styðja við stofnanir ríkisins á stafrænni vegferð þeirra en stofnunin hefur verið á slíkri vegferð undanfarin ár. Í umhverfi Ísland.is fær HSN tækifæri til að taka þátt í að móta stafræna innviði og þjónustu hins opinbera. Til að bæta þjónustu og aðgengi enn frekar er nú boðið upp á netspjall Heilsuveru á vefsíðunni.

Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands:

HSN hóf undirbúning á þessari vinnu fyrir rúmu ári síðan, í samstarfi við Stafrænt Ísland. Lögð var áhersla á að bæta þjónustu og gera upplýsingar aðgengilegri. Notendaviðmótið hefur verið stórbætt og framsetning einfölduð. Stofnunin hefur verið í stafrænni vegferð undanfarin ár og er flutningur á Ísland.is hluti af þeirri vegferð.

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Ísland.is

Það er frábært að sjá fjölbreytni þeirra stofnana sem sjá hag sinn í að flytja vefsvæði sitt á Ísland.is. Tilkoma Heilbrigðisstofnunar Norðurlands mun styrkja þá sérfræðiþekkingu sem liggur að baki Ísland.is og bæta þjónustu við íbúa Norðurlands sem og íbúa á landinu öllu.

HSN er fimmta stofnunin til að flytja vefsvæði sitt á Ísland.is en aðrar fimmtán hafa þegar hafið undirbúing að flutningi.

Vefsvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands