Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Guðrún Dóra Clarke nýr framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

25. nóvember 2024

Guðrún Dóra Clarke hefur verið ráðin í auglýst starf framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Stefnt er að því að Guðrún Dóra hefji störf fljótlega og starfi samhliða Erni Ragnarssyni þar til hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri lækninga 1. febrúar nk.

Guðrún Dóra Clarke

Guðrún Dóra lauk námi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og hlaut svo sérfræðileyfi í heimilislækningum árið 2011. Lengst af námi loknu starfaði hún á Heilsugæslunni á Akureyri sem heimilislæknir og um tíma sem yfirlæknir á sama stað. Hún hefur jafnframt starfað sem heimilislæknir í Noregi og hjá Heilsuvernd. Þá hefur hún verið kennslustjóri sérnáms í heimilislækningum frá árinu 2020.

„Um leið og við þökkum Erni Ragnarssyni fyrir óeigingjarnt starf og frábært samstarf í gegnum árin þá fögnum við því að fá þann öfluga fagmann sem Guðrún Dóra er aftur til starfa fyrir HSN, nú sem framkvæmdastjóri lækninga.“, segir Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN. „Framtíðarsýn HSN er að vera framsækin stofnun, eftirsóknarverður vinnustaður og í fararbroddi í heilbrigðisþjónustu og heilbrigðismenntunar á landsbyggðinni. Það er því dýrmætt að fá jafn reynslumikinn og faglegan einstakling í starfið eins og Guðrún Dóra er, til að vinna að því að raungera framtíðarsýnina með okkur.“

Ráðningin er veitt með fyrirvara um staðfestingu stöðunefndar framkvæmdastjóra lækninga.