Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Framkvæmdastjórn HSN fagnar þingsályktunartillögu um að föst starfsstöð fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar verði á Akureyri.

3. nóvember 2023

Á haustdögum óskaði Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á tillögu til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri.

Þyrla LHG

Framkvæmdastjórn HSN hefur sent inn umsögn þess efnis að hún fagni þingsályktunartillögu um að föst starfsstöð fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar verði á Akureyri og hún taki heilshugar undir tillögu flutningsmanna á Alþingi.

Jafnframt kom fram í umsögninni að fyrirkomulagið muni bæta þjónustu og öryggi við íbúa og ferðamenn á norðan- og austanverðu landinu, sem og á hafsvæðum. Framkvæmdastjórn HSN telur að með fastri starfstöð þyrlu á Akureyri muni innviðir neyðar- og viðbragðsþjónustu eflast og viðbragðstími verður styttri, sem skipt getur sköpum. Þá telur framkvæmdastjórn HSN tillöguna skynsamlega í ljósi áhættudreifingar þegar horft er til fjarlægða, veðuraðstæðna og ófyrirsjáanlegra ytri þátta.

Það er von framkvæmdarstjórnar HSN að tillagan fái hljómgrunn á Alþingi og verði samþykkt.

Þingsályktunartillöguna má lesa á vef Alþingis.