Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Elín Arnardóttir fyrsti doktor í hjúkrunarfræði frá Háskólanum í Akureyri

21. nóvember 2025

Elín Arnardóttir, hjúkrunarfræðingur hjá HSN, varð á dögunum fyrst til að ljúka doktorsnámi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún varði doktorsritgerð sína við glæsilega og hátíðlega athöfn í hátíðarsal háskólans föstudaginn 14. nóvember.

Frá doktorsvörn Elínar í Háskólanum á Akureyri

Ritgerðin ber heitið „Tíðni forstigseinkenna sykursýki af tegund 2 og notkun fyrirbyggjandi nálgana í heilsugæslu“. Aðalleiðbeinandi Elínar var dr. Árún K. Sigurðardóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. 

„Þetta er mikilvægt og sögulegt skref,“ segir Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HSN. „Elín er sú fyrsta til að ljúka doktorsnámi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og jafnframt fyrsti hjúkrunarfræðingurinn með doktorsgráðu í hjúkrunarfræði starfandi hjá HSN. Þessi merki áfangi lýsir metnaði, fagmennsku og elju Elínar og er mikilvægt og sögulegt skref fyrir fagið, fyrir okkur hjá HSN og ekki síst hana sjálfa. Við óskum Elínu innilega til hamingju og þökkum fyrir það dýrmæta framlag sem hún færir starfsemi okkar.“ 

Við hjá HSN erum afar stolt af þessum merka áfanga og óskum Elínu innilega til hamingju.