Fara beint í efnið

Ekki mælist marktækur óútskýrður kynbundinn launamunur hjá HSN

18. apríl 2024

HSN fær endurnýjun á Jafnlaunavottun

HSN_Jafnlaunavottun

Nú í lok mars var farið í heildarendurnýjun á Jafnlaunavottun hjá HSN en stofnunin fékk fyrst vottun árið 2021. Að þessu sinni framkvæmdi Vottun ehf. úttektina. Nú hefur stofnunin fengið vottunina staðfesta hjá Jafnréttisstofu og hefur því leyfi til að nota merkið til mars 2027.  Vottunin byggir á Jafnlaunastaðli ÍST 85 sem stuðlar að því að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun. 

Það er ánægjulegt að greina frá því að ekki hefur greinst óútskýrður kynbundinn launamunur í launagreiningum HSN enda kyn hreint ekki áhrifabreyta á árangur fólks í starfi. Ójafnrétti getur þó átt sér aðrar birtingamyndir en greinast í jafnlaunaúttekt og því hefur verið sett ný jafnréttisstefna og áætlun þar sem sjónum er beint í meira mæli að öðrum þáttum en launum.

Jafnréttis- og mannréttindastefna HSN

Launa- og jafnlaunastefna HSN