Fara beint í efnið

Bráðaþjónusta á HSN Akureyri

27. janúar 2023

Áður en leitað er eftir bráðaþjónustu á HSN Akureyri er mælst til þess að einstaklingar sem hafa Covid lík einkenni, s.s. hósta, hita, kvefeinkenni og hálssærindi, taki Covid heimapróf.

Covid-19 fyrir hsn

Áður en leitað er eftir bráðaþjónustu á HSN Akureyri er mælst til þess að einstaklingar sem hafa Covid lík einkenni, s.s. hósta, hita, kvefeinkenni og hálssærindi, taki Covid heimapróf.

Einnig minnum við á að grímunotkun er nú æskileg á bráðavakt lækna og hjúkrunarfræðinga til að fyrirbyggja veikindi starfsmanna og vernda skjólstæðinga. Jafnframt er beðið um að einungis einn aðstandandi fylgi skjólstæðingi ef þörf er á, s.s. barni.

Bráðavaktin er ætluð einstaklingum sem þarfnast læknishjálpar samdægurs vegna skyndiveikinda eða sambærilegra atvika. Utan opnunartíma er bent á vaktsíma: 1700.

Nánar um heilsugæsluþjónustu á Akureyri.