Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Boðað verkfall lækna mun hafa áhrif á þjónustu HSN

22. nóvember 2024

Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt verkfallsboðun. Hafi ekki samist hefst boðað verkfall lækna á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 25. nóvember n.k.

HSN

Fyrstu vikuna verður verkfall frá mánudegi 25. nóvember til fimmtudags 28. nóvember frá miðnætti (kl. 00:00) til kl. 12:00 á hádegi sama dag (12 klst.).

Næstu vikuna verður verkfall þriðjudag 3. desember og fimmtudag 5. desember frá miðnætti (kl. 00:00) til kl. 12:00 á hádegi (12 klst.) hvorn dag.

Þriðju vikuna verður verkfall frá mánudegi 9. desember til fimmtudags 12. desember frá miðnætti (kl. 00:00) til kl. 12:00 á hádegi sama dag (12 klst.).

Fjórðu vikuna verður verkfall mánudag 16. desember og miðvikudag 18. desember frá miðnætti (kl. 00:00) til kl. 12:00 á hádegi (12 klst.) hvorn dag.

Hlé verður á verkföllum frá hádegi 18. desember til miðnættis aðfaranótt 6. janúar.

Á verkfallstíma verður bráðaþjónustu sinnt á öllum starfsstöðvum HSN en búast má við truflun á annarri læknisþjónustu. Því eru skjólstæðingar HSN beðnir að fylgjast með að morgni verkfallsdaga hvort verkfall sé í gangi og geta þá búist við afboðun í bókaða tíma.