Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Aukið upplýsingaöryggi með tilkomu nýs gagnavers

12. janúar 2024

Ánægja með nýtt gagnaver Advania hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Advania_gagnaver

Síðastliðið haust lauk Advania uppsetningu á nýju gagnaveri á Akureyri í samstarfi við atNorth. Að sögn Ólafs Helga Haraldssonar, deildarstjóra rekstrarlausna hjá Advania var gagnaverið hannað sérstaklega í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til gagnaöryggis með möguleika á speglun milli landshluta. Viðskiptavinir hafa því val um tvöfaldar þjónustur á milli landshluta en með því eykst öryggi gagna, aðgengi að þjónustum verður betra og áhætta vegna náttúruhamfara er lágmörkuð. Þetta er mikilvægt til að tryggja að gögn séu örugg og aðgengileg hvenær sem er.

Tvöföld tenging í gagnaver þykir sérstaklega mikilvæg fyrir tækniinnviði í heilbrigðisgeiranum.

„Að tryggja upplýsingaöryggi skjólstæðinga er forgangsatriði Heilbrigðisstofnunnar Norðurlands. Tilkoma nýs gagnavers á svæðinu er mikilvægur þáttur í að vernda gögn gegn ófyrirséðum atburðum eða bilunum en hámarkar einnig afköst og auðveldar aðgengi. Við erum nú með tengingu í gagnaver Advania í tveimur landshlutum og það auðveldar endurheimt gagna, styrkir regluverk og gefur færi á að stækka innviði án mikillar fyrirhafnar,“ segir Þórhallur Harðarson, framkvæmdastjóri fjármála og stoðsviða hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

„Sjálfbærni og hagkvæmni í rekstri spilar líka þarna inn í. Þetta framtak er til marks um hollustu okkar við að veita örugga, áreiðanlega og skilvirka heilbrigðisþjónustu,“ segir Þórhallur.

Nánar í frétt á Akureyri.net