Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar 27. október

27. október 2025

Til hamingju með daginn iðjuþjálfar.

Iðjuþjálfun er fagstétt sem er frekar ung hér á landi en hefur farið ört vaxandi.

Iðjuþjálfar hafa það að markmiði „að efla iðju, þátttöku, heilbrigði og velferð einstaklinga, hópa og samfélaga“, eins og kemur fram á vefsíðu Iðjuþjálfafélagi Íslands. Þeir starfa með fólki á öllum aldri sem af einhverjum ástæðum glímir við iðjuvanda sem hamlar þeim eða hindrar þátttöku í daglegu lífi. Þeir vinna breitt í samfélaginu, eins og í heilbrigðis- og félagsþjónustu, skólum, félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum, stjórnsýslu og fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði.

Hjá HSN starfa sjö iðjuþjálfar á ýmsum deildum stofnunarinnar.
Við óskum öllum iðjuþjálfum til hamingju með daginn og þökkum fyrir þeirra mikilvægu störf.