Allar starfseiningar HSN stíga Grænt skref
28. desember 2021
HSN hefur sett sér loftslagsstefnu með 30% samdráttarmarkmiði á losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030.
Staðfest var 22. desember síðastliðinn að allar starfseiningar HSN hefðu stigið fyrsta Græna skrefið og er stefnt að því að fagna þessum áfanga aðra vikuna í janúar þegar viðurkenningarskjölin eru komin í hús. HSN hefur jafnframt sett sér loftslagsstefnu með 30% samdráttarmarkmiði á losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Það er frábært fyrir stofnunina og starfsfólkið að fá viðurkenningu fyrir að vera á réttri leið í umhverfismálum þrátt fyrir miklar áskoranir síðustu ára. Á nýju ári verður haldið áfram í vegferðinni, stefnt er á að stíga annað skrefið og auka fræðslu í umhverfismálum.
Með hverju Grænu skrefi sem stofnunin stígur er dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum og umhverfisvitund starfsmanna eflist. Með þátttöku í verkefninu, sem allar ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihluta ríkiseigu taka þátt í, gefst stofnuninni tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu Umhverfisstofnunar.