Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Allar starfseiningar HSN stíga annað Grænt skref

11. júlí 2022

HSN heldur áfram vegferð sinni í Grænum skrefum og hefur nú stigið annað skrefið af fimm.

skref2

HSN heldur áfram vegferð sinni í Grænum skrefum og hafa nú allar starfseiningar stigið annað skrefið af fimm.

Til þess að ná skrefinu hefur stofnunin meðal annars skilað Grænu bókhaldi og sett sér umhverfis- og loftslagsstefnu ásamt aðgerðaráætlun með markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Jafnframt hefur stofnunin verið að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Stefnt er að því að ná þriðja skrefinu síðar á árinu.

Aðgerðir Grænna skrefa miðast einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og er því afar ánægjulegt fyrir stofnunina og starfsfólkið að ná þessu skrefi.

Verkefnið Græn skref er fjármagnað af umhverfis-, orku og og loftslagsráðuneytinu og er umsjón í höndum Umhverfisstofnunar.