Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Þessi frétt er meira en árs gömul

Allar starfseiningar HSN stíga annað Grænt skref

11. júlí 2022

HSN heldur áfram vegferð sinni í Grænum skrefum og hefur nú stigið annað skrefið af fimm.

HSN heldur áfram vegferð sinni í Grænum skrefum og hafa nú allar starfseiningar stigið annað skrefið af fimm.

Til þess að ná skrefinu hefur stofnunin meðal annars skilað Grænu bókhaldi og sett sér umhverfis- og loftslagsstefnu ásamt aðgerðaráætlun með markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Jafnframt hefur stofnunin verið að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Stefnt er að því að ná þriðja skrefinu síðar á árinu.

Aðgerðir Grænna skrefa miðast einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og er því afar ánægjulegt fyrir stofnunina og starfsfólkið að ná þessu skrefi.

Verkefnið Græn skref er fjármagnað af umhverfis-, orku og og loftslagsráðuneytinu og er umsjón í höndum Umhverfisstofnunar.