Fara beint í efnið
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Forsíða
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Forsíða

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Breytingar á lánum

Þú getur gert ýmsar breytingar á skilmálum húsnæðislána hjá HMS. Skilmálabreyting kostar 3000 krónur.

Öllum breytingum verður að þinglýsa og í sumum tilvikum þarf samþykki annarra lánastofnanna og jafnvel greiðslumat.

Flytja lán á nýja eign

Ef þú ert að kaupa nýja eign geturðu sótt um veðlánaflutning og flutt húsnæðislánið með þér á nýju eignina. Þannig heldurðu sömu kjörum og þarft ekki að greiða lántökukostnað.

Taka yfir áhvílandi lán

Ef þú ert að kaupa íbúð sem er með áhvílandi láni frá HMS hefur þú möguleika á að taka yfir lánið. Þú getur einnig tekið yfir hluta sambúðaraðila við skilnað eða ef þú ert að kaupa þig inn í húsnæði sem önnur manneskja á fyrir.

Losa hluta eignar undan láni

Þú getur sótt um veðbandslausn að hluta ef þú vilt skipta upp eigninni sem þú hefur fengið lán fyrir hjá HMS. Þá er hluti eignarinnar leystur undan veðböndum lánsins á meðan þú heldur láninu.

Einnig þarf að sækja um samþykki fyrir sölu á greiðslumarki (mjólkurkvóti eða ærgildi) hjá HMS því að hún hefur áhrif á verðmæti fasteignar sem HMS veitti lán fyrir.

Breyta greiðsluskilmálum

Ef þú vilt, breyta heimilisfangi á greiðsluseðli, afþakka heimsendingu greiðsluseðla, fá greiðsluseðil sendan á meðeiganda, afþakka greiðslujöfnun sem sett var á lán einstaklinga árið 2009 eða breyta fjölda gjalddaga á ári.

Færa gjalddaga

Ef þú ert með lán hjá HMS sem er ekki með gjalddaga 1. hvers mánaðar (til dæmis þann 15.) getur þú fært gjalddagann til 1. hvers mánaðar.

Breyta lánstíma

Ef þú vilt greiða húsnæðislánið þitt hraðar upp geturðu annað hvort greitt inn á höfuðstól um hver mánaðamót eða stytt lánstímann. Með styttri lánstíma hækka mánaðarlegar afborganir og eignamyndun verður hraðari.

Færa annað lán fram fyrir í veðröð

Veðleyfi er leyfi frá HMS til að færa lán frá annarri lánastofnun fram fyrir sig í veðröðinni. Þetta getur til dæmis þurft við endurfjármögnun á áhvílandi láni eða viðbótarlántöku.