Breytingar á greiðsluskilmálum húsnæðislána
Þú getur sótt um breytingar á greiðsluskilmálum lána hjá HMS.
Við umsókn getur þú valið að breyta skilmálunum fyrir eitt eða fleiri lán. Ráðgjafi HMS mun hafa samband með tölvupósti þegar afgreiðslu er lokið eða óska eftir frekari upplýsingum ef þörf er á.
Hægt er að sækja um eftirfarandi breytingar:
Breyta heimilisfangi á greiðsluseðli
Húsnæðislán HMS eru eingöngu til kaupa á íbúðum til eigin nota og því ætlast til að lántakandi hafi lögheimili í íbúðinni sem lánið hvílir á. Hægt er að sækja um að breyta heimilisfangi fyrir greiðsluseðla tímabundið ef brýnar ástæður búa að baki.
Afþakka heimsendingu greiðsluseðla
Allir greiðsluseðlar lána hjá HMS eru rafrænir. Þú getur beðið um að fá greiðsluseðla senda heim í pósti og einnig afþakkað heimsendingu þegar þess er ekki lengur þörf.
Breyta um viðtakanda greiðsluseðils
Eingöngu er hægt að skrá greiðsluseðil á einn viðtakanda ef lángreiðendur eru fleiri en einn. Hægt er að sækja um breytingu á viðtakanda greiðsluseðils, til dæmis ef meðgreiðandi vill að sitt nafn sé skráð í stað þess sem var áður. Þessi umsókn á ekki við um eigendaskipti eignarinnar.
Afþakka greiðslujöfnun
Greiðslujöfnun var sett á öll lán einstaklinga árið 2009. Í efnahagslegri niðursveiflu er henni ætlað að létta á greiðslubyrði heimila, sérstaklega þegar greiðslubyrði er hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum. Athygli er þó vakin á að greiðslujöfnun leiðir þegar upp er staðið til aukins kostnaðar fyrir lántaka í formi vaxta og verðbóta því höfuðstóllinn greiðist hægar niður.
Breyta fjölda gjalddaga á ári
Þú getur valið að greiða 4 sinnum eða 12 sinnum á ári.
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun