Hljóðbókasafn Íslands hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna í ár fyrir ómetanlega þjónustu til handa börnum og fullorðnum með ADHD sem erfitt eiga með að nýta sér prentað mál. Verðlaunin voru afhent á málþinginu Konur - vitund og valdefling sem haldið var í Jötunheimum, sal Skátafélagsins Vífils í Garðabæ.