Bók lesin af nýjum talgervli
24. apríl 2024
Fyrsta bókin sem gerð er aðgengileg í talgervils-tilraunaverkefni á Hljóðbókasafni Íslands í samvinnu við máltæknifyrirtækið Grammatek leit dagsins ljós á dögunum.
Verkefnið miðar að þróun íslenskra talgervilslausna fyrir hljóðbækur og er markmiðið með því að auka framboð aðgengilegra bóka. Talgervillinn Gunnar sér um upplesturinn á bókinni „Depurð : afhverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott?“ Bókin er hljóðbók með texta og full virkni bókarinnar næst með því að fylgjast með textanum meðan hlustað er.