Fara beint í efnið
Geislavarnir ríkisins Forsíða
Geislavarnir ríkisins Forsíða

Geislavarnir ríkisins

Þjálfun í sýndarveruleika fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem vinna með skyggnitæki

Bundesamt für Strahlenschutz - Federal Office for Radiation protection (BfS) hefur þróað sýndarveruleikaforrit sem hægt er að nota til að þjálfa notkun geislavarnarbúnaðar í skyggnirannsóknum.

Forritið sýnir geislunina eins og hún er við raunverulegar aðstæður á rannsóknarstofu með skyggnitæki. Forritið sýnir dreifigeislun og áhrifin sem mismunandi vinnuaðferðir hafa á geislaálag starfsfólks. Forritið reiknar út í rauntíma geislaálag sem þeir sem eru í herberginu verða fyrir. Þannig er hægt að prófa og sjá geislaálag sem starfsmaður verður fyrir út frá staðsetningu og þeim varnarbúnaði (blýsvuntur, blýskermar og svo framvegis) sem valinn er.

Áhrif mismunandi breyta á geislaskammta

Hægt að breyta tæknilegum þáttum og sjá hvaða áhrif það hefur á geislaskammtinn, án þess að geisla á fólk. Til dæmis er hægt að breyta fjarlægð starfsmanna frá tæki, hægt að breyta rammahraða og blendu og þannig sjá áhrifin á geislaskammta. Hvaða áhrif hafa hendur starfsmanna á sjálfvirka geislastýringu? Prófaðu í forritinu og þá sérðu áhrifin með eigin augum.

Búið er að forrita tvær gerðir inngripa inn í forritið, kransæðamyndataka og stoðnetsuppsetning. Í lok hverrar notkunar birtist yfirlit yfir geislaálag fyrir sjúkling og notanda.

Sjá nánar um forritið, og slóð á niðurhal á forritinu, á heimasíðu BFS.

Sýndarveruleikaforritið var þróað af Northdocks GmbH ásamt BfS og er hægt að hlaða forritinu niður ókeypis og er notkunin frí. Nauðsynlegt er að hafa VR sýndargleraugu til að nota forritið.

Kynningarmyndband á forritinu og því sem hægt er að gera í því má sjá á YouTube rás Northdocks.

Myndband á YouTube sem sýnir hvað hægt er að gera í forritinu:

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169