Hlutverk og saga
Hlutverk Geislavarna Ríkisins er að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum. Starfsemi Geislavarna Ríkisins heyrir undir Heilbrigðisráðuneytið.
Eftirlit og umsjón með að settum lögum, reglugerðum og reglum sé fylgt.
Hvers konar eftirlit og athuganir sem nauðsynlegar eru samkvæmt lögum þessum og reglugerðum eða reglum settum samkvæmt þeim.
Eftirlit með geislaálagi starfsmanna vegna jónandi geislunar og halda skrá yfir niðurstöður einstaklingsbundins eftirlits fyrir hvern einstakan starfsmann.
Reglubundið mat á heildargeislaálagi almennings af starfsemi sem lög þessi taka til.
Reglubundið mat á geislaálagi sjúklinga af læknisfræðilegri geislun hérlendis.
Vöktun og rannsóknir á geislavirkum efnum í matvælum og umhverfi.
Fræðslu um geislavarnir fyrir starfsfólk er vinnur við geislun jafnframt því að miðla upplýsingum til almennings og fjölmiðla.
Rannsóknir á sviði geislavarna.
Geislunarlegan þátt viðbúnaðar við hvers kyns geislavá, m.a. greiningu á ógn af hennar völdum, samhæfingu viðbúnaðar við alþjóðleg viðmið, rekstur viðbúnaðar- og geislamælikerfa og annað því tengt.
Nauðsynlega mælifræði og varðveislu landsmæligrunna vegna notkunar jónandi geislunar á Íslandi.
Samvinnu við erlendar stofnanir á sviði geislavarna og kjarnorkumála.
Önnur atriði er lúta að framkvæmd laga þessara og önnur verkefni á sviði geislavarna eftir nánari ákvörðun ráðherra.
Hlutverk Geislavarna er skilgreint í lögum nr. 44/2002. Stofnunin hefur það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum.
Starfsemi Geislavarna er skilgreind í 5. gr. laga nr. 44/2002 með síðari breytingum.
Geislavarnir ríkisins heyrir undir Heilbrigðisráðuneytið.
Sjá nánar kynningu á starfsemi Geislavarna ríkisins í Landanum 2018
Að vinna að verkefnum stofnunarinnar af metnaði og hagsýni.
Að viðhalda vottuðu gæðakerfi samkvæmt ISO 9001.
Að veita góða þjónustu þar sem jafnræðis og sanngirni er gætt.
Að auka þekkingu og skilning á geislun og geislavörnum með ráðgjöf, fræðslu og samstarfi.
Að hafa faglega vel hæft starfsfólk sem er ánægt í starfi og nær góðum árangri.
Að reka stofnunina innan ramma fjárveitinga.
Árangursrík og ábyrg notkun geislunar.
Þróun stjórnkerfis (gæðakerfis).
Góð þjónusta.
Fræðsla á faglegum forsendum.
Ánægt starfsfólk.
Ábyrg fjármálastjórn.