Fara beint í efnið
Geislavarnir ríkisins Forsíða
Geislavarnir ríkisins Forsíða

Geislavarnir ríkisins

Vöruvaktin er nýr vefur fyrir neytendur um gallaðar eða hættulegar vörur

15. nóvember 2024

Vöruvaktin er nýr vefur sem miðlar upplýsingum til neytenda um gallaðar eða hættulegar vörur. Á vefnum má einnig finna almenna fræðslu í tengslum við vöruöryggi auk þess sem almenningur getur sent inn ábendingar um hættulegar eða ólöglegar vörur.

voruvaktin

Það eru níu stofnanir sem standa að Vöruvaktinni en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa eftirliti með vörum sem seldar eru á markaði á Íslandi. Vörurnar falla undir vöruflokka á borð við raftæki, leikföng og öryggisbúnað barna. 

Geislavarnir ríkisins hafa það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum, skv. lögum nr. 44/2002 um geislavarnir. Í því felst m.a. að Geislavarnir hafa markaðsfeftirlit með geislatækjum og hvers kyns vörum sem kunna að innihalda geislavirk efni.   

Þær Regína Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóra brunavarna og markaðseftirlits, og Herdís Björk Brynjarsdóttur, teymisstjóri markaðseftirlits hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun kynntu nýja vefinn í gær á fundi í húsnæði HMS. Nánar má lesa um kynninguna og vefinn í frétt HMS hér. 

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169