Geislavarnir hafa í dag skilað landsskýrslu Íslands samkvæmt kjarnorkuúrgangssamningnum (Joint Convention)
16. ágúst 2024
Í umboði Utanríkisráðuneytisins taka Geislavarnir ríkisins saman skýrslu á þriggja ára fresti um hvernig Ísland uppfyllir kröfur samningsins um öryggi við meðhöndlun geislavirks úrgangs, kallað kjarnorkuúrgangssamningur (á ensku Joint Convention on the Safety of Spent Fuel Management and on the Safety of Radioactive Waste Management).
Öll ríki sem hafa undirritað kjarnorkuúrgangssamninginn skila landsskýrslum sem lýsa því hvernig viðkomandi ríki uppfyllir kröfur samningins. Skýrslurnar eru sendar til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, IAEA, sem starfar sem heldur utan um framkvæmd samningsins.
Öll svið sem samningurinn tekur til snerta Ísland ekki beint þar sem hér er hvorki kjarnorka né kjarnorkuúrgangur. Við meðhöndlun hverskyns geislavirks úrgangs á Íslandi er þó ávallt tekið tillit til ákvæða samningsins.
Skýrsla Íslands til áttunda rýnifundarins
Þann 16. ágúst 2024 skiluðu Geislavarnir ríkisins landsskýrslu Íslands til IAEA. Skýrslan lýsir því hvernig stjórnvöld og leyfishafar á Íslandi uppfylla ákvæði kjarnorkuúrgangssamningsins og fjallar um öryggis- og geislavarnaþætti og löggjöf varðandi meðhöndlun geislavirks úrgangs á Íslandi.
Skrifstofa IAEA sér um að öll lönd sem undirritað hafa kjarnorkuúrgangssamninginn fái tækifæri til að lesa skýrslur hinna aðildarríkjanna. Hvert land fer síðan yfir úrval af skýrslum hinna og leggja fram skriflegar spurningar sem svarað er skriflega. Rýnifundurinn hefst í Vínarborg 17. mars 2025. Þá munu Ísland og hin 87 samningsríkin kynna landsskýrslur sínar. Einnig fer fram vinna við að koma auga á atriði sem betur mætti fara og eins það sem er til eftirbreytni og á rýnin þannig að geta nýst öllum.