Drónaárás á Tsjernobyl – Geislun í umhverfinu óbreytt
14. febrúar 2025
Á öðrum tímanum í nótt, aðfaranótt 14. febrúar, var skv. yfirvöldum í Úkraínu gerð drónaárás á skýlið sem reist var utan um rústir Tsjernobyl kjarnorkuversins í Úkraínu. Eldur kviknaði í hjúpnum og logaði á um 40 fm. svæði kl. 8 í morgun að staðartíma. Eldurinn hefur síðan verið slökktur. Ekki hefur mælst aukin geislun á svæðinu í kjölfar þessa.


Hægt er að skoða geislun (heildar-gammageislun) nærri rauntíma í Evrópu og víðar á EURDEP vefnum.
Geislavarnir ríkisins hafa verið að fylgjast með ástandinu í Úkraínu frá upphafi stríðsins og fá m.a. reglulegar tilkynningar frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA). Stofnunin mun halda áfram að fylgjast með þróun mála á svæðinu. Fréttin verður uppfærð ef þörf gerist á.